Hjólað í Vinnuna

Hvatningarátakið Hjólað í vinnuna hófst í dag og af því tilefni hljóma ég eins og þverflauta í hvert sinn sem ég dreg andann og er rauðflekkótt eins og rykfallin jólapera. Það verður fróðlegt að sjá göngulagið hjá mér á morgun þar sem þessi sívaxandi, óæðri svikari sem ég dreg með um allar trissur er helaumur. Hann á það skilið helvískur.

hjolamaesa

Ég geri nú síður ráð fyrir að hjóla úr Víkinni og inn í vegagerð á hverjum degi en ég er þó allavega loksins búin að prófa þetta. Alla mína hunds- og kattartíð hef ég gefist upp við vitann ef ég hef sett mér það að hjóla á Ísafjörð. Ég yrði mjög sátt við að ná 100 km þessa daga sem átakið stendur yfir - en ég ætla samt alls ekki að vera með neinar yfirlýsingar þess efnis... allavega ekki svona á fyrsta degi.

Þessi hjólatúr í morgun var annars bara nokkuð kósý - fátt betra en að vera staddur kófsveittur, hægfara og hjálmlaus á Óshlíðinni þegar byrjar að rigna. Ég er ekki frá því að fallegur niður grjóthrunsins hafi hjálpað heilan helling - ég var svo skíthrædd í hvert sinn sem ég leit upp í hlíðina og sá smágrjótið skoppa þar niður að í smá stund í senn snarhætti ég að vera löt, sopasækin bolla og steig petalana eins og andskotinn skoppaði á eftir mér með slátrið hangandi.

Nú er það bara spurningin hvort ég verð of stirð og snúin til þess að komast heim eftir vinnu...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hetja!! Þú rúllar heimferðinni upp alveg er ég viss um það, spurningin er svo hvort þú stendur upp úr rúminu á morgun;)

Sigurbjörg 7.5.2008 kl. 08:58

2 identicon

Ég tek undir med Dibbu, tú ert hetja, hrikalega er ég stollt af tér stelpa!!

Tad er ekki fyrir hvern sem er ad hjóla allaleid inneftir, man ad einu sinni fyrir mörgum árum lagdi ég í hann med Tóri, en vid gáfumst upp í Hnífsdal, fengum kellinguna í kaupfélaginu til ad selja okkur vatn... og hjóludum svo til baka...

Eva Ólöf 7.5.2008 kl. 10:10

3 identicon

Æji hvað þú ert dugleg baby. Vildi að ég gæti sagt það sama um sporlötu bolluna hana systur þína. Ég hef ekki sest uppá hjól í ég veit ekki hvað mörg ár. Get reyndar ekki ímyndað mér hvert hnakkurinn myndi sökkva. jakkiddí jakk, get ekki hugsað þá hugsun til enda. En ég er stolt af þér fyrir dugnaðinn. You go girl.

Stóra Sys. 7.5.2008 kl. 13:24

4 identicon

Dugleg !!...þú massar heimleiðina.

Heimferðin er einhvern veginn alltaf styttri..:)

Vala Dögg 7.5.2008 kl. 15:23

5 identicon

Vil bara benda Elisu à tad ad tad er eins ad hjòla og rìda!Ef madur hefur getur lært tad einusinni tà kann madur tad eins lengi og madur lifir.Ef madur labbar um vìkinu tà sèr madur à ødrumhverjum krakka sem er tar ad hùn Elìsa hefur allavega lært ad medhandla adra listgreynina.

PS.Mæbet smurdu endatarminn à tèr med LJÒMA teyr gera tad stràkarnir sem hjòla mikid.

Belli. 7.5.2008 kl. 18:24

6 identicon

Þetta er glæsilegt hjá Mæjabet .

Ég hef engan áhuga á hvernig þetta er með hnakkin en ég er ánægður með þetta hjá þér .Gangi þer vel .

Ég reyndi þetta í júní 2003 á bara eftir að klára heimleyðina en hjólinu var skutlað heim í fyrra sumar .

Magnús Már Jakobsson 8.5.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 19666

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband