Víkin og mannvirðing

Þær hafa verið fjörugar umræðurnar nýverið, jafnt utan Bolungarvíkur sem innan. Sitt sýnist hverjum um gang mála þar, eins og gengur. Sem endranær sveiflast menn afar misjafnlega á bilinu milli þess að vera elegant eða lágkúrulegur þegar kemur að því að viðra skoðanir sínar og verður það víst að hafa sinn vanagang. Sjálf ætla ég hér sem minnst að tjá mig um hvar ég stend, enda málið kannski ekkert einfalt. Það er misjafn sauður í mörgu fé eins og þar stendur, og stendur það enn þótt fjárhópurinn sé ekki stærri en í Víkinni. 

Einu hef ég þó höggvið eftir í þessum umræðum sem mér þykir vel. Þar sem umræður hafa víða þróast út í hjákátlegar, og oft og tíðum virkilega ósmekklegar, persónuárásir á þá sem að máli koma, eða inn í málið dragast, virðist alveg sama hvar fólk stendur, eða hvaða ‘liði’ það vill tilheyra; flestir virðast vera á einu máli þegar kemur að ágæti ungs og hljóðláts bæjarfulltrúa okkar. Þetta gleður mig enda álit mitt á þessum stórgreinda og réttsýna sómadreng mikið. Mér þykir það ákveðinn léttir að ungt og efnilegt fólk skuli séð í friði þótt menn þurfi að skiptast kröftuglega á skoðunum um fjölmargt annað, og að heiðri margra sé vegið. 

Þrátt fyrir að vilja ekki tjá mig frekar um stjórnsýslu bæjarins get ég ekki varist vangaveltum um þessa auðfengnu nafnleynd og mér liggur við að segja auknu svívirðu í tjáningu sem er tilkomin með internetinu. Auðvitað er rangt af mér að vilja meina að þetta hafi verið fundið upp á netinu, en það vissulega auðveldar fólki skítkast í skugga fjarlægðar og nafnleyndar. 

Nú á dögunum las ég bakþanka aftan á Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Timburmenn Mótmælanna og þótti mér þetta afar skemmtileg lesning – enda skemmtileg stúlka sem handleikur pennann þar. Þarna fjallar Tóta Lee um þynnkuna sem tekur fólki opnum örmum þegar rennur af því bræðin og það hefur sagt eða gert eitthvað í hita augnabliksins sem það þarf nú að bíta úr nálinni með. Þegar fólk er að höggva í mannorð annarra undir nafnleynd þá er ég ansi hrædd um að þessir timburmenn mæti ekki á svæðið til þess að vekja fólk til umhugsunar um gjörðir sínar og auka þar með á ábyrgð. Þeir sem stunda hróp og köll með þessum hætti taka enga ábyrgð á orðum sínum og eru, að mínu mati, þar með komnir á jafnvel lægra plan en þeir sem senda tölvupóst þar sem þeir fara þess á leit við ráðamenn landsins að þeir svipti sig lífi.

Ég er kannski einfeldningur en mér finnst svona bara í einu orði sagt ljótt og litlu marktækara en það sem skrifað stendur á klósetthurðum grunnskóla landsins af ungmennum, sem vita ekki betur, á meðan þau berjast við ólgandi hormónaflæði og notast við rökin af því bara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 19666

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband