Ferð í Kaupstað

Ég tók skottúr suður til Reykjavíkur í vikunni. Tilefnið var nú bara að funda stuttlega með stéttarfélaginu mínu; þótti mér sá fundur ganga helst til mikið út á það að mála ákaflega svarta mynd af lífinu og tilverunni. Það var þó helst Steingrímur J. sem fann einhverja ljósa punkta á meðan hann hélt tölu yfir okkur, hálf ískrandi af tilhlökkun yfir því að komast aftur yfir á Alþingi - enda þá orðið nokkuð ljóst að aðeins væru nokkrar klukkustundir eftir af setu Davíðs í Seðlabankanum.

Mér finnast þessar eilífu tölur um að hann verði að víkja löngu orðnar sérkennilegar og nánast farnar að ilma af þráhyggju. Vísast var kominn tími á breytingar en mér þykir sérkennileg öll sú orka, fyrirhöfn og allur sá illa nýtti tími sem fór eingöngu í þetta eina verkefni. Það lá við að kreppan gleymdist á meðan fólk hataðist út í Davíð - nú verðum við sennilega að fara að skoða helvítis stöðuna aftur og finna einhvern annan til að bölsóttast út í. Kannski snúum við okkur aftur að útrásarvíkingunum. Hver veit. Ég hef satt að segja skammarlega litla skoðun á þeim efnum, væri frekar reiðubúin að nota þá takmörkuðu orku sem ég hef þegar að stjórnmálum kemur í eitthvað annað og meira en að eltast við sökudólga einhvers sem ekki verður til baka tekið. Ég er soddann krakki í hugsun þessa dagana að ég hef allt að því barnslega trú á því að með vinnu og visku troðum við þessum ljótu tímum aftur fyrir okkur. Það er þá bara vonandi að mistök, og þá meina ég mistök allra, verði á blöð sögunnar skráð svo við e.t.v. lærum af þeim.

En hvað sem öllu kreppuhjali líður þá halda Reykvíkingar á að vekja mér kátínu. Ég settist upp í leigubíl í gærmorgun og bað bílstjórann af miklu öryggi að stefna á Hlemm, vissi nú að áfangastaður minn væri á mörkum Grettisgötu og Rauðarárstígs og ég sagði honum það þegar hann spurði hvort ég ætlaði að taka strætó þaðan. Umferðin hægði eitthvað örlítið á okkur svo ég tók upp kurteisishjal um veðrið sem varð þá til þess að hann spurðist fyrir um það hvaðan ég væri. Eins og ávallt svaraði ég því kát og stolt að ég væri frá Bolungarvík.  "Nú, jæja vinan... og hefur þú komið til höfuðborgarinnar áður?" Spurði þessi kostulegi bílstjóri. Að sjálfsögðu hló ég við, enda þótti mér ég þegar hafa sýnt fram á nokkra þekkingu á Reykjavík, og játti því. "Það er nú ekkert hlægilegt, það er til fullt af fólki sem hefur aldrei farið út fyrir sinn heimabæ." Vissulega er það rétt hjá honum en tilfellið er eins og ég sagði honum að "líklega heita rúm 90% þeirra Reykvíkingar".

Ég held að maðurinn hafi séð gúmmítútturnar mínar og gert ráð fyrir að ég væri afdalameri í mínu fyrsta kaupstaðarleyfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAhahahaha, skyldi hann vera einn af þeim sem ekki hafa komið út fyrir sinn heimabæ blessaður? Það skyldi þó aldrei vera.

Elísa Rakel 28.2.2009 kl. 22:50

2 identicon

hahaha hef upplifað þetta nokkrum sinnum og hlæ alltaf jafnmikið af því hvað blessuðu borgarbörnin eru vel upplýst um landið sitt og þjóð ,margir hafa jú farið út á land þ.e. keyrt í gegnum Keflavík á leið til útlanda. ó já og margir hafa jú komist upp fyrir ártúnsbrekkuna.hehehe Góður pistill Mæja mín.

Soffia Ingimarsdóttir 1.3.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband