Mónusögur -III

Síðast þegar ég skildi við hana Mónu mína höfðum við náð sáttum eftir örlitlar hamfarir á ströndinni. Allt hafði fallið í ljúfa löð hjá okkur enda vill til að brennt barn forðast eldinn... - eða hvað?

Það er auðvitað bölvuð fásinna eða helber lygi - allavega þegar ég á í hlut. Stuttu eftir strandblakið fór ég heim í jólafrí svo blessunin fékk frí frá mér í nokkrar vikur en þegar ég lenti aftur á eyjunni grænu leið ekki dagur án ævintýra.

Þegar við heimkomu skruppum við Ryan í smá ökuferð;

Þar sem við vorum nú ekki búin að hittast svo vikum skipti höfðum við um ýmislegt að spjalla og því var það rétt á milli hláturroka sem mér varð litið á veginn. Því gætti ég ekki alveg nógu vel að mér og áður en ég vissi af var ég komin á helvítis ströndina - AFTUR. Ég vil að sjálfsögðu koma því á framfæri að ég vildi koma mér á brott áður en til átaka kæmi á milli Mónu og sandhólanna en nei, það mátti ekki. Karlmaðurinn vildi endilega fá að taka smá rallí. Full efasemda hleypti ég honum þó í bílstjórasætið enda hafði ég tímabundið skellt loku fyrir minningar um það hversu illa hann kunni að koma bíl af stað án þess að þenja og spóla. Á meðan hann spólaði Mónu mína dýpra og dýpra ofan í sandinn stóð þvermóðska hans (sem hann er ríkur af) í ströngu við að meina honum að leifa mér að sjá hvort einhverju yrði bjargað. Því fór sem fór - AFTUR. Að þessu sinni var sandurinn þurr og við órafjærri sjónum. Því tók uppgjöfin ekki við strax heldur tveir klukkutímar af mokstri, andvörpum og brjálæðislegum hlátri. Allt kom þó fyrir ekki svo við hringdum á flóttataxa og fékk því stúlkan mín næturstað á ströndinni - AFTUR.

Ég hafði tekið vilyrði af vinkonu minni, eftir að heim kom, um að hjálpa mér við það daginn eftir að draga Mónu mína upp, þess gerðist þó ekki þörf.

Um tíuleitið var dinglað í Makró, sem gerðist þar sjaldan svo snemma dags. Mér var líka heldur betur brugðið þegar ég sá vígalegan lögregluþjón tvístíga á tröppunum hjá mér; "So, errr.... your car is stuck at the Portstewart beach". Ég skeit á mig! Hann var þó glaðhlakkalegur og virtist bara vilja gera grín að mér eins og hann vissi að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þetta hafði komið upp á. Hann sagði mér það að bíllinn yrði dreginn upp klukkan 11 og ég þyrfti að vera á staðnum. Því næst þrástagaðist hann á nafninu mínu og sagði að hann þyrfti greinilega að leggja það á minnið. Það var ekki fyrr en síðar að ég fékk fregnir af því að á meðan ég var í jóalfríi hafi lögreglumaður verið búinn að kíkja þarna við til þess að spyrja hvort ekki hafi allt blessast með bílinn sem hafði verið fastur einn morguninn. Þegar ég sá nafnspjald sem hann hafði skilið eftir skildi ég loksins glósurnar frá honum. Flott, þetta var sem sagt sami lögreglumaðurinn að koma í annað sinn.

Þar hafði ég það í landi ofstækisfullra mótmælenda og IRA var ég, litla , saklausa og á köflum klaufska Mæja Bet að verða góðkunningi lögreglunnar.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband