Borgarnes fyrir austan

Ég var stödd í pissuröðinni austur á fjörðum, umvafin einhverju fallegasta landslagi sem ég hef augum litið, í veðri sem var svo gott að það er nánast skömm að segja frá því, þegar ég varð vitni af smáum flokki fuglastofns sem ég veit ekki alltaf hvað mér á að finnast um. Þetta var sýnishorn af hinni Reykvísku Ungskvísu sem var á undan mér í röð á lengd við Aðalgötu Bolungarvíkur.

"Það er massa gaman hérna í Borgarnesi skilurru" sagði ein skvísan í símann. Hvumsa horfði ég á hinar skvísurnar og átti von á að einhver leiðrétti blessaðan ungann, sem sennilega var rétt skriðinn á kynþroskaaldurinn. Þær brostu þó allar og skríktu og virtust sammála því að þarna væri massa gaman. Ég var það svo sem líka en kannaðist ekki við það að hafa keyrt rúma 900 kílómetra til þess að lenda í Borgarnesi.

"Nei, ertu lame eða... ég er að meina Borgarnes fyrir austan þú'st,  Borgarnes eystri, aldrei heyrt um það eða...?"

 Í fyrstu hélt ég að sjálfsögðu að hér væru einföld mismæli á ferð en eftir því sem ég heyrði meira af símtalinu og svo ískrandi samskiptum flokksins þá sannfærðist ég um að svo væri ekki. Fjölmargt sem þeim fór á milli, þá sérstaklega sagan af fólkinu sem var rétt hjá Bifröst að leita að þessari tjaldborg í Borgarfirði, vakti hjá mér vangaveltur um það hvernig landafræðikunnáttu þessi tegund býr yfir.

Nær hún alla leið vestur á Seltjarnarnes? sem í norðvestri gæti staðið sem Vestfjarðakjálki Höfuðborgarsvæðisins, ef við ákveðum að kort af Höfuðborgarsvæðinu sé landakort. Ég sé fyrir mér sár vonbrigði skvísanna á vappi um Eiðistorg á páskunum í leit að æstum tónleikagestum Aldrei fór ég suður, "já, en það stendur að þetta sé fyrir vestan".

Skyldu þær halda austur í Grafarholt í leit að Neistaflugi eða upp í Grafarvog til að finna Langanes? Ef ég vil hafa þetta langsótt gætu þær nú freistast til þess að leita Færeyja á þeim slóðum enda lítið mál að komast að því að höfuðborg Færeyja sé einmitt á Langanesi. Hvar skyldu þær þá leita Færeyskra daga? Ég myndi skjóta á Garðabæ ef ég væri ekki efins um að þær hafi heyrt hann nefndan, en þær kannast vafalaust við Breiðholtið af skiltum á leið í Smáralindina, sem hlýtur að vera einhverstaðar í Dölunum.

Ferð í Árbæjarsafnið er að öllum líkindum hálendisferð og ætli þær leiti ekki Vatnajökuls einhvers staðar við Elliðavatn. Sennilega halda þessar (klárlega) 101 týpur sem ég hitti þarna að þær séu sveitastelpur þar sem smk. þeirra korti er það Hafnarfjörður sem er suðupunktur landsins sem þær þekkja.

 

Hvernig þessi flokkur villtist alla leið á réttan Borgarfjörð og hvernig hann yfirhöfuð vissi af tilvist hins fjarðarins er nokkuð sem ég veit ekki. Það sem ég veit er mín eigin upplifun á ferðinni og hún var dásamleg.

 Borgarfjörður eystri er að öllum líkindum fallegasti staður sem ég hef komið á. Leiðin þangað minnti mig töluvert á Noreg og þótti mér skörðin undir lok ferðarinnar minna glettilega mikið á Trollstigen í Romsdal. Þrátt fyrir að hafa verið á fótum í um 20 tíma og á keyrslu í tæpa tíu var ég agndofa yfir náttúrufegurð og hreinlega í skýjunum þegar á áfangastað var komið.

Tónleikarnir og skemmtanahaldið allt á laugardeginum stóð einnig fyrir sínu og eiga aðstandendur mesta hrós skilið. Ég og þær dásemdar kvensur sem ég ferðaðist með erum þegar farnar að ræða endurkomu að ári - ef ekki fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha hef heyrt margt en aldrei talað um Borgarnes eystri.

Ætli þetta sé orðið eins og þegar Bandaríkjamenn ákveða að skella sér til landsins Evrópu?

Eva María 31.7.2008 kl. 11:55

2 identicon

hey þú áttir að láta mig vita ef þú ætlaði að koma í "borganes" þá hefði ég reynt að redda mér bíl til að skjótast þangað en jæja gott að þú skemmtir þér vel

Inga Birna 2.8.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Mæja Bet Jakobsdóttir

hah, já kaninn á vissulega svona spretti líka. Eins hefur það vakið hjá mér kátínu þegar pólverjarnir í víkinni minni spyrja hvort ég hafi einhvertíma komið til Evrópu - ég myndi benda þeim pennt á hvar þeir væru staddir ef ég hefði einhverja trú á því að ég gæti fengið þá til að skilja mig.

Inga mín, þetta varð allt einhvernvegin gert í soddan snarhasti að ég endaði á að koma ekki fyrr en um miðja nótt og vera svo á flakki fram að tónleikum svo ég efast um að við hefðum náð að rekast hvor á aðra. En það er alltaf næsta ár... : )

Mæja Bet Jakobsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:17

4 identicon

Djíeses þetta lið skilurur..hehehe !

Vala Dögg 6.8.2008 kl. 10:37

5 identicon

María Elísabet! Hef ekki hitt þig alltof lengi:) Var í bíó í gær og það sat manneskja mér við hlið sem hlær ALVEG eins og þú! ó mæ.. Það var svo gaman að ég hugsaði eiginlega til þín alla myndina! Þarf eiginlega að fara aftur til að ná þessu almennilega:) miss you

Birna 11.8.2008 kl. 20:36

6 identicon

MB thù ert S*N*I*L*L*I*N*G*U*R....

 Mig langar ad fara i road trip til "Borganess" eystra... EN Thad er unun ad lesa thad sem thù skrifar... gerdu thad oftar hér, thù bjargar alltaf deginum!

 btw. thad fer ad styttast i HEIMkomu mina og svarid er Jod à vid tökum à thvi og blàsum smà lifi i "lifid" :)

Arndis 12.8.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 19667

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband