Markmið eða Manía

Ég er ein af þessum fjölmörgu manneskjum sem er alltaf ýmist í megrun, á leið í megrun eða að tala um megrun. Svo glettilega vill til að ég er líka ein af þeim sem fordæma þessa endalausu hringrás megrunar meira en góðu hófi gegnir, sennilega vegna þess að ég næ eiginlega aldrei neinum einasta árangri. Mér þykir líklegt að það sé skömmin yfir þessu eilífa árangursleysi sem knýr mig til þess að láta út úr mér fásinnu sem fer þvert á alla mína hugsum; 'megrun er fyrir fávita sem hafa ekkert annað til að lifa fyrir' eða ´ég er feit því ég vel að gera ekkert í því og gera bara það sem lætur mér líða vel' eru sérstaklega vinsæl þemu þegar þannig liggur á mér.

Eins kjánalegt og slíkt kann að hljóma er ég nú síður gáfulegri þegar ég er á hinum buxunum. Ég vakna kannski einn daginn og hugsa með sjálfri mér 'í dag er dagurinn... nú breytist ég í súpermódel'. Ég verð þá hreinlega manísk í hugsun - en bara í hugsun líka. Ég kaupi kort í ræktina og tala við einkaþjálfara. Ég dusta rykið af safapressunni minni, kaupi heilan haldapoka af ávöxtum og gref upp allt gotteríið sem ég á falið einhversstaðar og læt pabba éta það. Ég tek við matardagbók, innst inni vitandi að ég á aldrei eftir að gera neitt annað en að skálda eitthvað í hana og skrifa niður markmið fyrir komandi afrekstímabil eða það sem mætti líka kalla; mission turn Mæja Bet into Angelina Jolie. Þessi skrifuðu markmið eru kannski ekkert svo háleit, Þau eru bara eins loðin og sveigjanleg sem þau geta verið; léttast, líða betur og brosa. En markmiðin í kollinum á mér... úff og oj , talaði einhver um mikilmennskubrjálæði?

Það sem ég hugsa um er hvernig ég geti haldið áfram að lifa eins svín án þess að nokkur viti af því, hvernig ég geti falið fyrir umheiminum, vigtinni og sjálfri mér að ég sé í raun enn að lifa á fröllum og kokteilsósu á meðan ég mæti í ræktina þrisvar í viku þar sem ég þykist svitna en er í raun bara að hata allar mjónurnar í kringum mig. Þrátt fyrir nautnafýsn og leti ætla ég samt að ná undraverðum árangri, raunveruleg markmið mín eru að verða megabeib á örfáum vikum; ótrúlega mjó og falleg og allir þeir sem 'létu mig sleppa' skulu sko gráta mig og átta sig á að líf þeirra verður aldrei samt án mín. Markmið sem engin andlega heilsteypt manneskja lætur sér detta í hug.

Það sem ég hef lært á meðan á Hjólað í vinnunna hefur staðið er að markmið eru eiginlega frekar stórkostleg verkfæri þegar þau eru notuð rétt. Óshlíðin er bara hvert markmiðið af öðru og þegar einu slíku er náð líður mér stórkostlega - miklu betur en þegar einhverjum sem ég var einhvertíma skotin í líður illa. Á þessum fáu ferðum mínum í vinnuna hef ég unnið fjölmarga sigra; í fyrsta sinn sem ég hjólaði upp að vitanum án þess að stíga af, í fyrsta sinn sem ég hugaði ekki um að snúa við, í fyrsta sinn sem ég kúgaðist ekki áður en ég komst að krossinum, í fyrsta sinn sem ég kúgaðist ekkert alla leiðina, í fyrsta sinn sem ég hjólaði alla leið að húsinu hennar Gyðu frænku án þess að stíga af hjólinu til að kasta mæðinni. Ég gæti hjólað þetta daglega í heilt ár og samt alltaf verið að vinna smá sigur... glætan samt að ég ætli svo mikið sem að hugsa um að gera það. Eitt er það sem ég hlakka mikið til - fyrsta sinn sem ég get verið í einhverju úr þunnu efni þar sem geirurnar verða ekki í vígahug.

Að halda því fram að þessir örfáu hjólatúrar hafi breytt mér væri fásinna en ég er allavega búin að læra þetta með markmiðin og eins hef ég lært að leiðin frá Bolungarvík og inn í vegagerð er mun styttri þegar maður hefur um eitthvað að hugsa, þess vegna bullaði ég þetta á leiðinni inn eftir í morgun. Kannski fyrsta skáldsagan myndi fæðast ef ég hjólaði einhvertíma hringinn í kringum Ísland - ef ég vil að þema fyrstu skáldsögunnar sé hvernig mér líður í risavöxnum bossa sem mér finnst stundum að ætti alveg skilið eigið veðurkerfi. Það yrði þá allavega ekki bókin sem bjargar mannkyninu.

Að þessu sögðu ætla ég að skella mér inn á kaffistofu og fá mér gulrót - já, ég borða gulrætur núna, kannski er ég að breytast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Þú ert bara skemmtileg

Katrín, 21.5.2008 kl. 11:55

2 identicon

Mér finnst tú hrikalega dugleg.

kiss og knús

Eva Ólöf 26.5.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Mæja Bet Jakobsdóttir

Þakka ykkur fyrir dömur... ekki eruð þið nú af amarlegri endanum sjálfar : )

Mæja Bet Jakobsdóttir, 28.5.2008 kl. 15:32

4 identicon

Ég sé þig alveg fyrir mér lítandi út eins og A.J. (nema bara flottari off course), þú ert með svo munúðarfullar varir eins og hún ;)

Birta 29.5.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband