Tívolítöffari

Fyrir nokkrum árum vorum við fjölskyldan á ferðalagi um Ísland, sennilega eitthvað að sýnast fyrir tengdadótturinni frá Noregi - þau eru gift núna og því lítil ástæða til að vera eitthvað að þykjast lengur. En á þessu ferðalagi var rennt við í Reykjavík til þess m.a. að kíkja í tívolí.

Þetta var upplifun sem ég gleymi seint. Eldri systkini mín fengu öll á sig nýja mynd þennan dag - þó enginn meira en Belli bróðir.

Í einhverju svona skrattatæki þar sem okkur var sveiflað fram og til baka; við sett á hvolf og okkur fleygt til og frá einhverjar salíbunur, sat ég við hlið systur minnar. Allan tímann stóð hún á öskrinu - gargaði af öllum sínum mætti á Bjössa sinn sem ekki hafði komið með okkur í tækið. Fyrir aftan mig heyrði ég aðeins óminn af Magga bróður og Salbjörgu konu hans, sem nánast héldu andlitinu (allavega svona í samanburði við aðra) en það sem yfirgnæfði allt annað og breytti allt að því lífssýn minni var gráturinn, öskrin, óhemjugangurinn sem ég heyrði frá hinum enda tækisins þar sem Belli bróðir barðist svo ómyndarlega við móðursýkina.

Ég hné út úr tækinu hjólbeinótt af hlátri.

Um helgina fékk ég tölvupóst frá bróður mínum sem minnti mig á þessa sögu og sýndi mér að hann Belli er sko hvergi nærri að mannast í þessum efnum. Myndin vakti hjá mér afar blendnar tilfinningar þar sem ég í aðra röndina hló djúpum og ljótum hlátri en upplifði svo allt að því auðmýkjandi vorkunn á móti.

Hann fór í legoland og hjálögð sönnunargögn sýna hann ásamt syni sínum, sem er eins og lítill skratti sem vill ekkert nema meiri hraða,konu sinni, sem er þessi fimmáralega þarna í efri röðinni, og vini sínum sem situr með bros sem ber vott um óttablandna vorkunn yfir þessari fáránlegu uppákomu. Það var víst svo komið að fólk var farið að flykkjast að til þess að góna á eymingjann í rauðu peysunni. Fólkið sem selur þessar myndir í tugþúsundatali í hverri viku stóð á öndinni þegar hann sótti þessa mynd - og dæmi þau hver sem vill. bellihetja

 

Mér gengur að vísu eitthvað illa að stilla myndina hér inn svo ég mæli bara með því að þið klikkið á hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tær snilld þetta

Fjóla Rós 25.3.2008 kl. 11:59

2 identicon

Tessi mynd er ad sjàlfsøgdu FØLSUD

jakob elias 25.3.2008 kl. 19:50

3 identicon

vá ég bilast úr hlátri... snilllld...

og þú ert snillingur Mæsan mín- hlakka svo til að sjá þig í vor

Helena 26.3.2008 kl. 13:36

4 identicon

er þetta hægt

Magnús Már Jakobsson 31.3.2008 kl. 13:30

5 identicon

Já frænka... þú ert snillingur... ótrúlega fyndið að sjá Bella frænda öskra eins og lítla kerlingu - karlmennskan sjálf ;)

Martha Kristín 1.4.2008 kl. 09:14

6 identicon

Æji, hann er alltaf svo mikil hetja þessi elska. Ég hef yfirleitt vit á því að fara ekki í tæki þar sem eru myndavelar. (mundi sjálfsagt toppa herramanninn annars í "hetjuskap".)

stóra sys 1.4.2008 kl. 11:32

7 identicon

Já á dauða mínum átti ég von en ekki því að minn gamli bekkjarbróðir yrði svona hræddur í leiktæki sem ætlað er börnum :) en svona getur þetta verið Belli sem var alltaf óhræddur við allt hérna í gamla daga er að breytast í konu ;)

Bið kærlega að heilsa ykkur bræður sé að þið lesið þetta og hafið það sem allra best.

kveðja frá Afríku

Boggi Tona. 

Boggi Tona 2.4.2008 kl. 03:58

8 identicon

Bara flott að sjá svona mynd til að hressa upp daginn, Belli minn þú ert algjör hetja! Híhí hí. kveðja Haldóra  D

Halldóra D 2.4.2008 kl. 11:59

9 identicon

Hahahaha, bara skemmtilegt! kv. Jóa

Jóa 2.4.2008 kl. 18:36

10 identicon

Jà tad er komid ad sannleikans tima og èg verd ad vidurkenna ad tetta er mitt nærst versta upplifun!Èg var staddur à spàni 1989 nìtjàn àra gamall med ungri stùlku sem var unnusta min à sìnum tìma.Vid fòrum eitt kvøldid à tìvòlì og eftir tò nokkra bjòra tòkst mèr ad fà hana med ì ruggu bàt.Tar sàtum vid og tvær adrar stelpur,tær ì midjuni og tøffarinn aftarst tvì èg vissi ad madur myndi fà mest cikk ùtùr tvì.Tergar bàturinn byrjadi ad hreifast byrjudu tær ad øskra og veina en èg hlò eins og karlrembu sæmir en tègar tad fòr ad sjàst ì tannhjòlinn tòk lofthrædslan yfirhøndina og èg ØSKRADI"SENJOR! SENJOR!STOPP!STOPP og viti menn ad spànverjar høfdu aldrei heyrt annad eins og bàturinn stoppadi eftir hàlfa ferd vid mikil fagnadarlæti àhorfanda og stjòrnanda.Tøffarinn gjekk ì land og stelpurnar hèldu àfram tad voru mjøg langar 5min ad bìda med mørg augu ì hnakkan.

Belli. 4.4.2008 kl. 14:38

11 identicon

Hi!

Madurinn min er ekki tøffari i Legloland i Danmørku!!!!! Han var ÀU øskra som krakka og kætling som han vilja sæja

Irena 4.4.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 19714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband