„Já, okei bæ

Ég var að tala við ömmu mína í símann um daginn. Átti ég við hana alveg ákaflega skemmtilegt spjall, enda kellingin með einsdæmum hress og hraust til talsins, áttatíuogfimm ára gömul. Við ræddum heima og geima, sem er vel þar sem við gerum ekki nógu mikið af því að spjalla - en það er þá bara öllu skemmtilegra þegar það gerist.

Hvað okkur fór á milli var nú kannski ekkert sérstaklega áhugavert fyrir aðra en okkur - mér finnst gaman að heyra hversu hraustlega hún tjáir sig með vel völdum orðum (tjah, má maður nokkuð nota orð eins og orðljót um ömmu sína?) og henni finnst eflaust gaman að ná að draga upp úr mér fáein orð, enda var ég orðin allt of roskin þegar ég í fyrsta sinn opnaði þennan guðsvolaða skolt minn. Hitt er svo annað mál að þótt hún amma sé kannski ekki alveg með á það, þá opnaðist skolturinn svo vel að minnti um margt á stóryrtar konur í móðurlegg. En ég ætla sem sagt lítið að tíunda tal okkar hér, bara kveðjuna sem mér fannst með einsdæmum skemmtileg.

Nú er það svo að stundum fýkur í mig við að hlusta á ungdóminn okkar, eins og kannski hefur komið fram áður. Hún amma, aftur á móti, er mér greinilega sneggri þegar kemur að því að aðlagast breytingum. Þegar henni fannst ég búin að láta móðan mása nógu lengi sagði hún við mig

Jæja, Mæbet mín. Ég er að fara á ball í kvöld og þarf að fara að græja mig."

Mér fannst þetta skemmtilega orðað, og þótti raunar líka gaman að heyra að tilhlökkunin fyrir balli geti verið jafn mögnuð þegar fólk er komið á svona virðulegan aldur. Ég bað ömmu að skemmta sér og haga vel en varð það fljótt ljóst að hún mátti ekkert vera að því að láta einhvern krakkakjána leggja sér siðareglur þegar hún snaraði út úr sér

„já, okei bæ!" og lagði svo á.

Já, okei bæ! Ég átti ekki orð, sat fyrst hvumsa með tólið enn við eyrað og hló svo bara. Ég held að kannski megi ég alveg fara að slaka á í andúð minni gegn slettum - því ef 85 ára amma mín notar þær, þá er þetta ekki flókið - þær geta alveg verið töff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe ömmur eru sko alveg stórmerkileg fyrirbæri

Hugborg 10.3.2008 kl. 11:53

2 identicon

amma er snillingur

Fjóla Rós 12.3.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 19714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband