Smáþjóðin Reykjavík

Löngum hef ég verið smábæjarsálin hin mesta og kunnað betur við mig sem fjærst mörkum öngþveitisins í Reykjavík - þá er vel að ég skuli búsett vestur í Bolungarvík. Það verður þó að segjast eins og er að allt frá því að ég var krakki hefur mér þótt eitthvað grand og skemmtilegt við alvöru kaupstaðarferðir; það að skreppa í borgina var aldrei neitt til að fúlsa við þótt vissulega kveinkaði sálartetrið sér ef mér varð á að ílengjast eitthvað þar.

Það voru alltaf vissir staðir sem var eiginlega best að koma á fyrir þá fullvissu að þar mætti rekast á aðra af sínu sauðahúsi - fleiri dreifara. Til dæmis rekur mig alltaf minni til litla Kaffivagnsins við höfnina þar sem bátakarlar landsins komu saman til þess að ræða málefni sem ég, þá lítil og með tíkarspena, hafði lítinn skilning á, en fylgdist þó heilluð með því þessir menn vissu allt.

Ekki ósvipaða sögu var að segja um Kringluna, þó sjaldan væri vitsmunalegum þjóðfélagsumræðum fyrir að fara. En þegar í Kringluna var komið tók á móti manni angan sjávarútgerðar og það mátti bóka nokkur stopp á hverri hæð til þess að spjalla við sveitunga sína sem maður alla jafna hefði varla heilsað heima. Þetta var svipað fyrirkomulag og með íslendinga í útlöndum - maður heilsar öllum sem tala þetta dásamlega tungumál okkar.

Að loknum merkilegum degi var svo við hæfi að skella sér á Askinn og éta lambakótelettur og súpu sem var fínasti matur og ekki of framandi. Væri ekki nægur tími til stefnu var flott að koma við á Bæjarins Bestu og fá sér eina með engu (enn ekki vaxinn upp úr þeirri hefð reyndar).

 

En víða er af sem áður var. Reykjavík er ekki bara að verða allt of stór og troðin heldur er hún líka ekkert sérstaklega íslensk lengur og eina ástæðan fyrir því að mér finnst einhvertíma gaman að henni er sú staðreynd að þar má finna óteljandi öldurhús. Annars finnst mér öngþveiti og ómennska vera að tröllríða borginni okkar og get ég ekki sagt að mér þyki mikið til koma.

T.d. var ég stödd í Kringlunni á dögunum, svo ég víki mér nú aftur þangað. Það var ekki nóg með að landbyggðarfnykurinn hafi verið leystur af hólmi með hland- og svitalykt heldur lá megn hormónaóþefur yfir staðnum þar sem nú er komin upp alveg ný kynslóð unglinga - kringluskrímslin.

Kringluskrímslin eru ungmenni höfuðborgarinnar sem hafa ekkert fyrir stafni annað en að hanga í Kringlunni og taka þar út gelgjuna með brenglaðar staðalímyndir allt í kringum sig. Stelpurnar labba um eins og hórur vegna þess að þvengmjóar og klæðalitlar gínur, með aðstoð geðilla píkustjarna úr tónlistarmyndböndum, eru þeirra fyrirmyndir. Kynvilltir stráklingar standa og spegla sig í marmaranum með þessa líka rosalegu 'Viktor-Viktoria komplexa'. Venjulegir strákar eiga ekki eins vissan stað í nútímanum eins og áður fyrr vegna þess að það er til eitthvað sem má kalla 'meterósexúal búllsjitt' (svo ég tali tungumál kringluskrímslanna) og er bara enn ein brellan til þess að grynnka mun á kynjunum. Ekki launa- eða valdamun heldur þann mun sem segir okkur hvort er hvað - og það þykir mér flökrandi þróun. Undantekningin á þessu eru ofbeldishneigðu oflátungarnir sem segja bara 'fokkíngs fokk' við öllu. Kringluskrímslin tala nefnilega ekki Íslensku, sem er ekki skrítið því Reykjavík fer að hætta að kunna hana. Þau tala eigið planmál sem er öllu ófágaðra en Esperantó eða Solresol. Það er bara samanhnoðaður viðbjóður úr hryllilegu hráefni nútímatónlistar "sucking on my titties like you wanted me"; svona stórbrotnum textum blanda þau saman við kolranga beygingu íslenskra sagna og tökuorðum héðan og þaðan. Ég fylgdist með flokki þessarar tegundar í kringlunni á dögunum og ég náði ekki nokkru samhengi. Úr þessum flokki var raunar bara ein manneskja sem ég gat eitthvað lesið og það var lítill, ofskreyttur hommi sem ég er ekkert viss um að sé í alvörunni samkynhneigður. Svo illa leið honum í eigin skinni að best gæti ég trúað því að hann væri að fela sig á bak við öfgakennda grímu sem kumpánar hans hönnuðu á hann vegna þess að venjuleg karlmennska er bara ekki í tísku meðal þeirra.

Eitt er það þó við Reykjavík sem svíður mest; eins og ég sagði áðan þá fer hún að hætta að kunna Íslensku. Núna fer ég að komast inn á þá braut sem verður til þess að fólk kallar mig stöðugt rasista - það verður þá bara að hafa það. Mér finnst ekki til of mikils mælst að í Höfuðborg íslands geti ég pantað mér mat á íslensku. Mér finnst raunar dónaskapur og vanvirðing að ráða fólk til þjónustustarfa á Íslandi sem ekki talar tungumálið og er ég að hugsa um að fara að snúa mér við og labba út í hvert sinn sem mér er boðin slík þjónusta. Reyndar með reynslu undanfarinna Reykjavíkurferða að leiðarljósi verð ég þá að telja það vissara að hafa með mér nesti ef ég ætla ekki að svelta í Óíslensku Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva María Hilmarsdóttir

Hahaha...

 Ég man SVO hvernig þetta var í Kringlunni í denn... maður þekkti annan hvern mann, enda allir þar utan af landi. Það er önnur stemning þar í dag, enda þoli ég ekki að stíga fæti inn í verslunarmiðstöðvar lengur.

Ó já, stórborgin Reykjavík! Guði sé lof fyrir barina!

Eva María Hilmarsdóttir, 8.2.2008 kl. 19:06

2 identicon

Heyr heyr mín kæra frænka!

Martha 11.2.2008 kl. 10:20

3 identicon

Alveg er ég hjartanlega sammála þér Mæja mín. Einstaklega góðir punktar hjá þér. Best að vera bara í sveitinni.

Tommi 11.2.2008 kl. 13:44

4 identicon

Skemmtilegt. Bara svona fyrir future reference, er það ekki "sucking on my titties like you wanted to". Ég hef alltaf sungið þetta þannig þegar ég hef heyrt það, sem hefur reyndar alls ekki verið oft! Í rauninni hefur það bara verið einu sinni og það var eftir að ég sá þetta í textanum hjá þér...

Bjarni Pétur 13.2.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Mæja Bet Jakobsdóttir

Já Tommi, sveitin er sko best - hvenær er mæting í þína sveit til að skoða hýbýlin? Ég lofa að brenna færri brýr en síðast þegar ég kom við.

Tjah, Bjarni þetta getur nú bara vel verið kórrétt hjá þér - allavega ætla ég að treysta betur á að þú farir rétt með en kringluskrímslin sem ég heyrði syngja þetta. Það breytir því sennilega fátt að þetta lag skellir heilanum mínum á Gogga Formanns grillið og stappar svo á honum.

Mæja Bet Jakobsdóttir, 14.2.2008 kl. 09:36

6 identicon

Og felurðu þig svo hérna! Iss bara - fannðig samt og týni þér ekki aftur múhaha

Lovísa 20.2.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 19714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband