Af vörum barnanna

og hvar varst þú í alla nótt spurði sex ára systurdóttir mín mig eitt sinn í því er ég skreið niður stigann heima hjá mér með timburmenn sunnudagsins í eftirdragi. Önug svaraði ég gullfallegu barninu „ég var á pöbbanum Svanhildur, veistu hvað það er?  

 

Ég sá vitaskuld strax eftir því að hafa nefnt þetta þar sem ég gerði ráð fyrir ótal spurningum frá þessu, oft og tíðum, allt of fróðleiksfúsa barni.   

 

Í þetta sinn varð þó lítið um spurningar þar sem barnið, sem sjaldan þarf að leita langt eftir orðum, skvetti um leið framan í mig með háði „já, ég veit sko alveg hvað það er. Ef maður er á pöbbanum þá er maður að drekka bjór og bíða eftir að giftast. Maður fer þangað til þess að giftast. Þú ert alltaf á pöbbanum og enn átt þú engan karl til að giftast?  

 

Hún var búin að nefna ógeðisorðið þrisvar og þótti mér ráð að segja lítið þessu á móti til að auka hvorki á niðurlægingu mína né vonbrigði barnsins sem klárlega, eins og aðrir í fjölskyldunni, var farin að örvænta fyrir hönd þessa kvartaldar gamla kvenvargs. Niðurlút horfði ég í gaupnir mér og stakk bita upp í skoltinn.   

 

Heldurðu að þú komist einhvertíma á þennan vegg eða hvað?” gjall í barninu sem benti fram fyrir sig á vegginn prýddan brúðarmyndum af systkinum mínum, og fáeinum öðrum sem sennilega prýða vegginn til þess að minn fjórðungur hans standi ekki alveg auður. Enn átti ég ekkert svar fyrir barnið og kunni systur minni raunar litlar þakkir fyrir heimsókn krógans. Ég stóð upp frá borðinu og hlykkjaðist í átt að stiganum aftur til þess að heyra barnið segja fyrir aftan mig „alveg er ég viss um að pabbi gæti svo sem alveg ráðið við tvær kerlingar”.  

 

 

 

Ég hrökklaðist til rekkju full af vonleysi... – ein, eins og svo glöggt má skilja út frá áhyggjum barnsins.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur þessi frænka þín ... :) Ég gat ekki annað en hlegið af samskiptum ykkar.

Guðbjörg Stefanía 24.1.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Eva María Hilmarsdóttir

hahahaha...

Eva María Hilmarsdóttir, 30.1.2008 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 19714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband