Heima á ný

Rúm vika í Belfast að baki. Það er hreinlega óskiljanlegt hvað tíminn líður ónotalega hratt þegar maður skreppur í svona ferðir. 

Fyrstu næturnar gisti ég á hóteli í hjarta Belfast. Fallegt fjögurra stjörnu hótelið, sem víst ber þann vafasama heiður að vera mest uppsprengda hótel Evrópu, ber vott af velmegun og snobbi. Þetta vissi ég svo sannarlega ekki þegar ég bókaði gistinguna enda ljóst að þarna féll ég ekki of vel inn í fjöldann  þegar ég var að skakklappast heim á síðnóttum með skuggalega gesti í eftirdragi til að ráðast á mini-barinn. Gamlir næturverðir glottu við  þegar þeir voru að yfirgefa vaktina og ég er þess fullviss um að þeir voru einir starfsmanna hótelsins til þess að hafa húmor fyrir mér. Eitthvað verð ég nú að halda að snobbið hafi verið farið að nuddast yfir á mig þegar ég hafði ekki nokkurn húmor fyrir því þegar vinur minni pissaði í bolla og henti út um gluggann á níundu hæð – finnst það raunar ekki enn fyndið. Kannski er ég loksins að fullorðnast. Þó, að því sögðu þá hlæ ég enn þegar sá sami vinur sendir mér prumpin sín í gegnum MSN með reglulegu millibili. Fyrir skemmstu fékk ég svo best off remix með 40 bestu prumpunum. Þá var mikið hlegið – svona manni myndi ég giftast bara til þess að valda veröldinni armæðu enda óljóst hvað verður um jafnvægi jarðar þegar Freti og Ropa leiða saman krafta sína. 

Áramótin voru ágæt í Belfast en hvergi nærri eins mikil og maður á að venjast. Djammið var að sjálfsögðu gott og fjölbreyttara en fátt var um galakjóla (nema minn eigin vitaskuld), jakkaföt og flugelda. Skrítnast þótti mér nú að flugeldana skyldi vanta en það væri kannski viðbúið, í skugga sögunnar, að menn myndu óvart svara flugeldasýningu með bensínsprengjuárás. 

Ég skrapp aðeins á fornar slóðir, kíkti í gamla bæinn minn. Þar heimsótti ég m.a. foreldra Dave og hundana þeirra fjölmörgu. Ég hafði hugsað mér að kíkja á pöbbann minn en til þess vanst ekki tími - auk þess skilst mér að það sé jafnvel búið að loka honum. Kannski var fátt fyrir trygglynda kúnna mína að gera annað en að geispa golunni þegar Íslenska prinsessan var á brott. Eins og áður sagði þá leið tíminn hratt og fyrr en varði þurfti ég aftur að fara að troða ofan í tösku. Svo var kvatt með trega, fáeinum tárum og aragrúa óljósra loforða.  

Ég læt fljóta með eina mynd af sælli Mæsu í sætri ölvímu.

mbbell

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvada hellvitis hommi er tetta à myndini.Er bùinn ad panta mida à blòtid fyrir tig.SjàumstBelli.

Belli. 13.1.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 19714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband