Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Marty Hearty - BBC Gullmoli útaf fyrir sig
Ég var að tala við góðan vin minn Marty Hearty í gær, enda langt síðan ég hafði fengið af honum fréttir.
Marty er afar geðþekkur/sjúkur ungur maður sem ég var svo heppin að kynnast á námsárunum.
Hann er fæddur og uppalinn nærri landamærum lýðveldisins og Norður Írlands og birtist manni sem persónugerving þeirrar togstreiu sem þar ríkir. Á flestan hátt er hann þó bara gangandi skopmynd alls þess sem maður hefur ímyndað sér um írskar fyllibyttur - fyndnasti maður sem ég þekki en jafnframt einn sá ljúfasti. Mér þykir mjög vænt um kauða og hef, þrátt fyrir oft og tíðum skuggalegt líferni hans, óbilandi trú á honum. Ég var því himinlifandi þegar hann sagði mér að BBC hafi komist í stutt kvikmyndaverkefni sem hann gerði og keypt það. Þeir létu þó ekki staðar numið þar og hafa boðið honum vinnu við að skrifa fyrir sig gamanþætti. Samningar standa enn yfir og þykir mér spennandi að vita um framhaldið.
Hér sjáið þið áhrifamikið myndbandið sem opnað hefur augu mín fyrir þeim hrottaskap sem á sér stað í fótbolta.
http://www.bbc.co.uk/northernireland/milkcup/?vid=uuc_balls
Um bloggið
Mæja McFabulous
Tenglar
Dásemdar fólk
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mátt endilega hrósa þessum vini þínum næst þegar þú heyrir í honum. Horfði á videoið hans og þetta er hrein og klár snilld.....sérstaklega þegar sést verið að halda boltum á lofti og hljóðin sem eiga að vera að koma frá þeim heyrast:) Sakna þess líka að heyra Mæsu hlátur:o) Knús knús í Moggahöll:)
Karitas 21.8.2008 kl. 23:17
þetta er alger snilld!!! geturu ekki bara gifst stráksa og lifað hamingjusömu fjölmiðla lífi með honum það sem eftir er???:) nei ok.... samt gaman að þessu:) heyrumst klikkhaus
Stebba 26.8.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.