Fara karlar á túr?

Fræg er sú mýta að við stelpur, konur, kellingar - hvað sem við kjósum að kalla okkur (þessar með brjóstin) verðum einu sinni í mánuði svo geðstyggar og andstyggilegar að við séum allt að því réttdræpar. Þetta er kannski ekkert ofsagt um allar, ég veit það ekki, en sjálf skipti ég ekki meira skapi þá en annars - þó mér þyki ágætt að nota ástandið til þess að réttlæta aukið sælgætisát. Það er þó helst vegna þess að þeim hugmyndum hefur verið komið inn í kollinn á mér, að þetta sé tilfellið, og sannast sagna er ég nú bara alltaf að leita að afsökunum fyrir að mega sækja í auknu mæli í góðgæti til að troða í andlitið á mér - einmitt einn helsti kostur jólanna sem að öðru leiti eru farin að svipa mjög til skrípahátíðar. En hvað um það.

 

Þegar kona er viðskotaill og með afbrygðum erfið í samskiptum, þá sérstaklega ef hún á ekki hef til að vera það, þá er gripið til þeirrar afsökunar að hún sé á túr - eiginlega bara alltaf. Sumum konum finnst þetta niðrandi og óþolandi á meðan aðrar eru því fegnar að geta verið tussur í skugga einhvers sem enginn ræður yfir. En það sem brennur á mér er spurningin um hvað það er sem veldur þegar karlmenn haga sér svona?

 

Þegar menn sem alla jafna eru geðgóðir og skemmtilegir breytast í ristastór börn; fara í fýlu og ákveða að hundsa allt sem fyrir þeim verður vegna þess að allt er ansalegt og heimurinn er ömurlegur. Allir geta dottið niður í einhvern svona píslarvott stöku sinnum en svo sér fólk oftast að sér og fer að haga sér eðlilega á ný. En þegar svona ástand varir í viku þá fer maður að spyrja spurninga.

 

Geðvonskan birtist eins og skrúfað væri frá krana og á sama hátt var hún bara horfin einn daginn. Maðurinn var aftur broshýr og þægilegur. Var hann á túr?  Er til einhver hliðstæða tíðarhrings fyrir karlmenn eða verða þeir bara, sumir, að vera óskiljanlega snúnir í umgengni og kalla á mun meiri varkárni suma daga en aðra? 

 

Maður spyr sig.

 

 


Belfast á næstu grösum

27. desember ætla ég að skreppa út til að dvelja í nokkra daga í borg sem mér finnst ótrúlega heillandi og falleg. Það hefur efalaust mikið að gera með tregann og togstreituna sem mér finnast klæða borgina miklum sjarma.

 Víða er sem maður geti enn séð blóðugri sögunni bregða fyrir þrátt fyrir að aldrei hafi mér fundist ég í neinni hættu þar – enda löngu farin að segjast vera heiðin svo fólk færi ekki að setja ofan í við mig sökum trúar minnar... sem með árunum er orðin heldur óskilgreind.  

Fyrir fólk sem alið er upp í svo miklu trúfrelsi, eins og við erum vön hérna heima, virka venjurnar þarna ytra oft allt að því hjákátlegar. Það er líka svo sérstakt að sjá fólk sem alls ekki er trúað taka fullan þátt í allri vitleysunni (má nú sennilega ekki kalla þetta vitleysu en þannig kemur þetta mér bara oft fyrir sjónir). Það er ein saga sem mér finnst alltaf sýna svo mætavel hversu lítið umburðarlyndi kaþólikkar hafa fyrir mótmælendum – og gildir þetta tvímælalaust á báða vegu. 

Einn góður vinur minn var alinn upp af mótmælendum; írskum pabba og enskri mömmu. Hann hóf skólagöngu sína ekki fyrr en á tímum þar sem stjórnmálaloforð snérust aðallega um að grynnka gjánna á milli þessara tveggja andstæðu fylkinga. M.a. var farið að leifa meiri blöndun í skólum og fékk hann því að hefja göngu í Kaþólskum skóla. Þegar kaþólikkarnir fóru til messu, sem er orð sem eingöngu kaþólikkar nota – aðrir fara til kirkju, átti drengurinn að biðja með sínum hætti en þó þannig að lítið færi fyrir því. Það kom þó fyrir einu sinni að forfallakennari mætti til starfa og vissi hann ekki um ‘sérstöðu’ vinar míns og ýtti honum því áfram til messu með öðrum. Ekki dugðu neinar mótbárur og vissi drengurinn ekki fyrr en hann var kominn í skriftarstól. 

segðu mér syndir þínar barn” sagði yfirveguð rödd í myrkrinu

jah, ég blóta stundum og ég rúnka mér helling. Í gær reif ég líka kjaft við mömmu mína og svo kemur fyrir að ég steli” svaraði drengurinn og þótti nokkur léttir að geta fengið að koma þessu öllu frá sér á einu bretti.

Presturinn var hinn skilningsríkasti og taldi þetta eðlilegar syndir fyrir pilt á þessum aldri, bað hann þó að reyna að bæta ráð sitt og lagði fyrir hann að fara með eina Maríubæn fyrir svefninn. Sagði svo að hann fengi syndir sínar fyrirgefnar sem var, eðlilega, til þess að pilturinn varð hinn sælasti og ætlaði að hoppa út í sólskinið. 

Ekki veit ég hvað varð til þess að hann ákvað að snúa við og segja prestinum sannlega frá því að hann væri mótmælandi en ég veit að hann sá eftir því. Hann fékk skít og skammir og útlistun á því hversvegna hann væri líklegur til þess að fara til helvítis, svo voru honum lagðar fyrir 14 Maríubænir fyrir svefninn – þótt litla von segðist presturinn sjá fyrir svona stráka.   

 

Þetta fannst mér alveg merkilegt. Veit raunar lítið um þessar blessuðu Maríubænir en ég veit að 14 er alveg ótrúlega mikið meira en 1.  

En hvað sem þennan ágreining varðar þá hlakka ég til að kíkja í fríið –held bara fast í mína tilbúnu heiðni og þá er fátt sem ég þarf að óttast.


BBC Gullmoli - II

Þessi frétt á heima í frægðarhöllum sögunnar - mér finnst þessi gamli maður dásamlegur.

 

 

Flatulence ban for club pensioner
Maurice Fox
Mr Fox said that the club letter was a surprise
A social club in Devon has banned a 77-year-old man from breaking wind while indoors.

Maurice Fox received a letter from Kirkham Street Sports and Social Club in Paignton asking him to consider his actions, which "disgusted" members.

Mr Fox, a club regular for 20 years, said: "I am happy to oblige them, there is no problem. I do get a bit windy - I am an old fart now."

He said he had to leave the club about three times a night.

In its letter to the retired bus driver, the club said: "After several complaints regarding your continual breaking of wind (farting) while in the club, would you please consider that your actions are considered disgusting to fellow members and visitors.

"You sit close to the front door, so would you please go outside when required. So please take heed of this request."

I am a loud farter, but there is no smell
Maurice Fox

Mr Fox, who lives in nearby Princess Street, said the letter was a surprise because he had been given no verbal warning.

"I think someone has complained about the noise. I am a loud farter, but there is no smell.

"I do not think it [the letter] is unreasonable, you get ladies in there."

Mr Fox also spends two days a week at the nearby Palace Place club, but said he had no complaints about flatulence there.

The club said there was no one available for comment.


BBC Gullmoli

Man's four days trapped in toilet
A man spent four days trapped in a toilet after the door handle broke.

David Leggat, 55, was unable to raise the alarm after becoming stuck in the toilets at Kittybrewster and Woodside Bowling Club in Aberdeen.

Mr Leggat had no mobile phone or food, and used tap water for refreshment and for heat.

He was only released when cleaner Cathy Scollay arrived and heard his cries for help. She told BBC Scotland: "He said, 'I have been locked in for four days.'"

Mrs Scollay added: "I went in to work as normal and a voice shouted out. I could not take it in.

"The handle had broken. He was a bit shaky, and was as white as a sheet."

Mr Leggat was said to be none the worse, despite his ordeal.

 


Gamalt ryk

Sem púki fékk maður svo oft stutt verkefni í skólanum sem flestum fannst leiðinleg - nema mér. Manni var falið að skrifa 200-300 orð um hitt eða þetta. Oft var efnið frjálst og þá fékk hugurinn að reika og alls konar skemmtilegheit fæddust. Stundum hef ég svo ómælt gaman að því að glugga í svona gamalt niðurhrip - þankarykið frá því að ég var í Grunnskóla er oft langt um betra en það sem ég gæti gert í dag. Ég hef hálfgerðar áhyggjur af því að gáfnafar mitt fari dvínandi með hverjum deginum - enda hlær fólk oft þegar ég segist hafa verið klár krakki.

 Fyrir skemmstu mundi ég eftir einu svona verkefni sem mér finnst svo viðeigandi núna eftir að ég kom í Vegagerðina og því ætla ég að láta það fljóta hér með. Mér er eiginlega spurn hversu langt undirmeðvitund mín mun leiða mig í þessu máli.

 Vestfjarðaríki 

Rétt eins og mér finnst að allir eigi að gera finn ég hjá mér mikla ást til heimahaganna og þegar ég stend upp frammi fyrir margmenni  og segi hátt og snjallt að ég sé Vestfirðingur kveinkar lítið hjarta mitt sér undan stoltinu sem ég þá fyllist. Því fer fátt meira í taugarnar á mér en þegar fólk sýnir þessum fæðingastað menningar og dásamlegheita vanvirðingu. Vestfirðir eru alltof góðir til að tilheyra einhverju landi búnu bjánum sem kunna ekki að meta þessa paradís. Af þessum sökum hef ég tekið stóra en mikilvæga ákvörðun sem varðar framtíð bæði Vestfjarða og Íslands. Strax í vor þegar ég held með blendnar tilfinningar út í lífið ætla ég að fara með svefnpoka, nesti og skóflu til Gilsfjaraðar þar sem ég hyggst byrja að grafa. Þar ætla ég að dveljast við mokstur lengi, eða þar til ég verð komin alla leið yfir til Bitrufjarðar - því þá verða mínir elskulegu Vestfirðir lausir frá meginlandinu. Þá fyrst getum við dafnað án afskipta og asnalegheita meginlandsins. Þegar ég hef lokið við moksturinn ætla ég svo að halda heim til Bolungarvíkur sem þá verður höfuðborg þessa nýja lands og krýna sjálfa mig drottningu – ég ætla að ríkja yfir landi alls góðs.
Þá verða aðrir Íslendingar bara að bíta í það súra epli, sætta sig við þennan mesta missi allra tíma og vinka okkur bless þar sem við siglum framhjá, eftir að ég hef komið fyrir utanborðsmótorum á strandlengjunni og sigli sæl með landið mitt þangað sem allt er gott. Viljum við snjóinn þá eltum við snjóinn – viljum við sólina þá eltum við hana. Hlutirnir verða bara eftir okkar höfði.
Þá verður sko ekkert meira kjaftæði; skipanir frá einhverju stjórnarráði í Reykjavík og endalaus afskipti afglapa sem ekkert vita. Við tökum ekki við meiru frá apaköttum sem skilja ekki stórfengleika Vestfjarða.
Þetta verður frábært land, þetta verður mitt land. 

 


26

"Elsku stóri bróðir, til hamingju með afmælið. Ég vona nú að þetta verði árið sem þú ferð loksins að vinna í því að verða þér út um fjölskyldu því ef ekki núna þá fer það að verða allt of seint"


Þessa hugljúfu kveðju sendi ég Magga bróður mínum fyrir nokkrum árum, aðeins fáeinum mánuðum áður en hann klófesti stúlkuna sem nú er eiginkona hans. Hann var tuttugu og fimm ára og nú finn ég svo mætavel þunga þessara orða.

Á föstudaginn var 341. dagur ársins, það voru 66 ár frá árásinni á pearl harbour og líka tuttugu og sex ár frá því að ég fæddist. Ég er því búin að loka sjálfa mig inni í sjálfsköpuðum tímaramma sem ég ómeðvitað setti mér fyrir rúmum 13 árum síðan - enda fannst mér nú eiginlega óhugsandi á þeim tíma að nokkur almennileg manneskja gæti enn verið að dingla sér eftir 25 ára aldurinn.


25 ára konur áttu menn, hús, jeppa og sennilega fimm til sex krakka. Þær máttu reykja og áttu að labba um á háum hælum með flugfreyjutösku í eftirdragi og með eldrauðan varalit út um allt andlit. Þær stunduðu saumaklúbba og bökuðu líka á hverjum degi - eftir að þær komu heim úr fínu vinnunni sinni sem þær voru búnar að hafa í mörg ár. Börnin þeirra fjölmörgu voru alltaf í fallegum heimasaumuðum fötum og peysum, húfum og vettlingum sem konurnar prjónuðu. Þær elduðu fallegar máltíðir á hverjum degi og lögðu á borð yfir heklaðan dúk sem þær gerðu vitaskuld sjálfar.

25 ára konur voru fullorðnar og virðulegar.

25 ára gömul ég var allt öðruvísi en myndin sem ég hafði málað sem púki.


25 ára gömul ég bjó í leiguhúsnæði í Norður Írlandi, var einhleyp, barnlaus og búin að missa bílinn minn í eftirminnilegu atviki sem leiddi til handtöku á erlendri grundu. Á kennderíi prófaði ég einu sinni að reykja og faldi mig á meðan í skít og skömm í því sem ég rembdist við að staulast um á hælum. Á endanum datt ég vitaskuld með beran bossann upp í loftið þar sem ég hafði gleymt að fara í brók - 25 ára konur áttu ekkert að gera það.

25 ára gömul blótaði ég líka þannig að sönnum víkingi hefði verið sómi af og ropaði svo að víða í austurlöndum hefði ég talist til þjóðhöfðingja. Ég var ekkert fullorðin og ekkert virðuleg.


Kannski 26 sé nýja 25 - hver veit nema þetta komi allt á árinu, en einhvernvegin er ég full efasemda um það. Mér finnst líklegt að 26 ára verði ég enn bara eitthvað að dingla mér, jafn fjærri því að vita hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór og jafn fjærri því að vera einhver sómasamleg dama - en lengi má vona.

 


Nýjar Slóðir

"Fyrir nokkrum árum nennti enginn að blogga nema þú - núna heyrist ekki múkk í þér. Eru árin að þagga niður í þér?"

 

Við skulum horfa framhjá því hvað seinni hluti þessarar setningar er ónotalegur, einkum og sér í lagi í ljósi þess hvaða dagur mun reka mér kinnhest á morgun, hann var þó allavega til þess að ég tók á mig rögg og ákvað að kanna hvort ég gæti þröngvað mig inn í stemningu fyrir því að ég hæfi upp raustina á ný.

 Þrátt fyrir að gamli vettvangurinn hafi oft og tíðum  reynst mér vel í gegnum tíðina þá fannst mér við hæfi að flytja mig um set.

 

Nýtt blogg fyrir nýja stúlku á nýju aldursári.

 

...en nýtt aldursár hefst ekki fyrr en á morgun - þess vegna hef ég ekkert samviskubit yfir því að láta staðar numið í dag og stefna á alvöru færslu á morgun.

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 19714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband