Vinsamleg tilmæli til íbúa Nýja Íslands

Mikið þætti mér vænt um ef fólk gæti kippt mér út af póstlistunum sem það er að fylla af leiðinlegum pósti um nýja hitt og nýja þetta. Látum vera þessar hjákátlegu nafngiftir hinna sökkvandi banka en Nýja Ísland... er fólki alvara?

Mér dettur ekkert í hug sem er meira í anda þess 'gamla og gallaða' en einmitt þetta; hendum þessu gamla og kaupum bara nýtt. Ef aðeins bót og betrun fengjust nú með því einu að skeyta þessu litla(þreytta) orði framan við allt.

Þá væri sko Mæja Bet sem svaf af sér ræktina í morgun orðin Nýja Mæja; mjó og endurbætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe, já maður ætti kanski bara að prófa. "Nýja Elísa" hvernig ætli hún væri nú? Mjó,rík,Geðgóð, menntuð og myndi passa í alla prinsessukjólana þína.Gift "Nýja Bjössa" Mjóum, ríkum, geðgóðum sem myndi passa í Íslenska hátíðarbúningin sem "Gamli Bjössi"er löngu hættur að komast í. Saman ættu þau "gömlu systkynin Björnsbörn" Því hvers vegna að "nývæða" það sem er fullkomið nú þegar. 

Kveðjur frá "gömlu hjónunum" á Sunnuhvoli.

Elísa Rakel 18.2.2009 kl. 22:27

2 identicon

Hæ mæsa og takk fyrir sydast.Heytir tetta ekki heldur ad NYVÆLA HA HA HA HA alltaf nyir brandarar frà Bolla bollu.

og Elisa hættu ad væla og ad drulla Bjøssa karlinn ùt!!!! nyja Bjøssa hvad er hann ekki nògu gòdur fyrir tig.

JÀ SÆLL Bjøssi èg stend med tèr ì tessu heimilis strìdi...

Bellmundur brekkan.

Belli. 20.2.2009 kl. 10:48

3 identicon

Ha,ha,ha Bolli bolla. þú veist það kanski ekki, en Bjössi er nú meðhöfundur brandarans um okkur gömlu/nýju hjónin og þar af leiðandi var ég nú ekkert að væla yfir honum blessuðum. En hvað það að drulla yfir hann varðar, þá hefur þú nú ekki verið mikið að taka eftir þegar þú ert nálægt okkur ef þú heldur að litla systir þín fari nú að drulla yfir kærastann sinn heittelskaðan. Ég er nú meira fyrir að slefa yfir hann. ALLT OF MIKIÐ, ef þú spyrð Mæsu litlu systur. Allavega kvartar hún mikið yfir því blessunin og kúgast jafnvel yfir því.Skilur ekkert í svona kossa rugli hjá ELDGÖMLU liði.

Kveðjur frá Sunnuhvoli.

Elísa Rakel 25.2.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband