Guðsmildi

Það er mikil Guðsmildi að ég skuli hafa fæðst til hóps dreifara, enda öllum ljóst að ekki gætir nokkurra áhrifa utan höfuðborgarsvæðisins, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Samfélagsleg ábyrgð er okkur landsbyggðarhyskinu óþekkt hugtak og höldum við bara áfram að lifa í barnslegri einfeldni og fáfræði aftan úr grárri forneskju á meðan hetjurnar í Mammonshelvítinu Reykjavík axla fyrir okkur og bera þær byrgðar - og svona líka glimrandi vel og tígulega.

Það vona ég sannarlega að kaldhæðni mín skili sér í skrifuðu máli, sem hún myndi gera væri ég að segja þessi orð upphátt- froðufellandi og hvumsa, við þá sem helst eiga skilið að heyra þau.

Ég get orðið svo þreytt á sjálfsvorkunnar- og fábjánahjalinu í fólki stundum.

"Úff núna væri sko bara loksins munur að búa bara úti á landi, allt þetta* hefur bara ekki nokkur áhrif á neinn nema okkur í Reykjavík".

* Þetta var það sem 'Reykvíkingurinn' kallaði ástandið í efnahagsmálum á Íslandi, eða eins og viðkomandi sá það efnahagskrísuna sem herjar nú á Reykjavík og Reykjavík eingöngu.

Þessi aleina setning hefði í sjálfu sér verið nóg til þess að ég hefði viljað gleypa í mig heilan lauk til þess að kæfa niður þá háværu og blóðugu bræði sem var að byggjast upp innra með mér. Bræðin var hinsvegar búin að vera að vaxa jafnt og þétt allar þær 14 klukkustundir sem ég var búin að sitja undir áhyggjuþvaðri tómra Reykvíkinga svo þessi setning var að öllum líkindum bara sú síðasta sem ég heyrði, og man skýrt, áður en ég datt inn í ómynnisland ergelsis og ógleði. Ég get svarið það að mér var tekið að svima undan kjaftæðinu í þessu fólki. Samt sat ég á mér.

Skyldi svo fara að einhver þeirra sem sátu til borðs með mér þegar þessi orð voru töluð, færi nú að  ramba hér inn og taka þetta til sín fylgja hér afsökunarbeiðnir;

  • mér tekur það nærri að þú skulir ekki átta þig á því að heimurinn er stærri en rassgatið á þér

 

  • mér þykir leitt að þú skulir láta sláandi lágar tölur af atvinnuleysi á landsbyggðinni sannfæra þig um að þar sé allt í uppsveiflu og að þú skulir ekki reyna að velta því fyrir þér af hverju atvinnuleysi þar eykst ekki þegar fjölmiðlar hafa spúið yfir okkur hörmungarsögum (oftast sönnum aldrei þessu vant) af fækkun starfa undanfarin ár

 

  • mér þykir leitt að þú áttir þig ekki á því að þegar störfin eru tekin þá fer fólkið og að þú getir ekki einu sinni fengið þig til að skoða samhengið á milli atvinnuleysis í Reykjavík og fólksflótta af landbyggðinni

 

  • mér þykir leitt að þú skulir vorkenna þér svona mikið vegna hækkunar á þegar svimandi háum lánum og að þú skulir neita að sjá að áfallið á hverjum og einu er oft í beinu hlutfalli við það hversu himinhátt viðkomandi hefur leyft sér að lifa

 

  • mér þykir ekki leitt að lánin mín séu kannski lægri en þín en vissulega leitt að þú skulir ekki átta þig á því af hverju

 

  • og síðast en ekki síst - hugsanlega eina algjörlega einlæga afsökunarbeiðnin - mér þykir afar leitt að ég skuli ekki hafa haft manndóm til þess að standa upp á meðan þú nöldraðir og biðja þig að halda kjafti og hugsa aðeins

 Ég hef margoft sagt það, eins og ég stend enn við, að mér leiðist að ræða alla þessa hádramatísku geðveiki sem einkennir stöðu mála í dag... en það þýðir ekki að ég hugsi ekki um þetta.  Ég er alltaf að sannfærast betur um það að þeir sem tala mest hugsa oft langminnst.

Viva Reykjavík með öll sín vandamál sem enginn annar fær smjörþefinn af - ég ætla að leyfa deyfðinni, vonbrigðunum og ergelsinu að spyrja; getur hugsast að helsta vandamál Reykjavíkur sé kannski að hún sé með langmesta hlutfall óþenkjandi einstaklinga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr..Heyr !!

Vala Dögg 28.10.2008 kl. 14:51

2 identicon

Sæl María Elísabet

Þetta er mikið rétt hjá þér og ég tek ofan fyrir þér . 

Magnús Már Jakobsson 29.10.2008 kl. 12:18

3 identicon

Guði sé lof fyrir gleðileg jól!! Flott færsla og áfram landsbyggðin

Tinna Mjöll -lukkutröll- 29.10.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Katrín

 --getur hugsast að helsta vandamál Reykjavíkur sé kannski að hún sé með langmesta hlutfall óþenkjandi einstaklinga?--

Það skildi þó ekki vera málið

Katrín, 29.10.2008 kl. 17:43

5 identicon

Ég er sammála þér.
Fyrir utan það að sjá einskis vandamál nema sín eigin, þá skammast fólk út í "útrásarvíkingana" og kennir þeim um allt en lítur framhjá því að það á sjálft hlut að máli með því að hafa tekið fleiri fleiri neyslulán og skuldsett sig upp í topp.
Mér finnst það eiginlega skondnast að mörgum þykir það verst af öllu að þurfa nú að lifa "venjulega". M.ö.o. að eyða ekki tugum (eða hundruðum?) þúsunda á mánuði í pjúra lúxus.

Maður var álitinn hálfgerður kjáni að vilja ekki vaða út í skuldafen til þess eins að "líta betur út". Ég heyrði reyndar nokkrum sinnum þessa setningu í tengslum við þessa tregðu mína: Ohh, þú ert svo mikil sveitakona.  
Mér þykir allavega betra að vera sveitakona en vitleysingur....

Birgitta Kristjánsd. 31.10.2008 kl. 11:24

6 identicon

mikið hafði ég gaman af þessari færslu, og mikið skildi ég þig vel! þurfti reyndar að hætta lestri fyrir húsbóndann þegar líða fór á... þar sem hann er víst ekkert annað en Reykvíkingur kallgreyið:) hittumst brátt;)

Stebba 31.10.2008 kl. 16:42

7 identicon

Èg er allllveg òsammàla!!!Tetta helv... rusla pakk ùti à landi hefur tad allt of gott.Landsbygda ræflar og rònar þurfa ekkert nema soðinn þorsk og einn lìter af illalyktandi landa og tà er lìfid gott hjà þessum helv...skìta drasli. 

Afturàmòt tetta blessaða fòkl ì Reykjavìk jà èg meina ì "þorpi hrædslunar" eins og landsbygdar drjòlarnir kalla tad.

Tetta gæða fòlk tarf að taka erlend làn til ad komast  ì biò og à kaffihùs og ekki minnst à HOMMABARI og HOMMAGØNGUR! hvar er rèttlætid fòlk òttans hefur ekki tìma til að vinna eins þessir sveita lùdar ùti à landi.

Èg vildi òska þess að èg gæti bùid ì blessadari reykjavìk og dreift ùt smokkum og ljòma svo þessi grey fài ekki vont ì rassinn .

Kvedja frà Olìu lands snudaronum Bellmundur Brekkan.

Belli. 1.11.2008 kl. 09:33

8 Smámynd: Katrín

Og mikil guðmildi var yfir þér í morgun

Katrín, 5.11.2008 kl. 20:15

9 identicon

Úff já maður, það er það sem allir eru að gleyma... Íslendingar þurftu ekki að taka öll þessi lán og þurftu alls ekki að eiga allt þetta drasl sem þeir sannfærðu sig um að þurfa að eiga.  Við erum að súpa seiðið af því að falla í freistni.

Hugborg 5.11.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband