Miðvikudagur, 14. maí 2008
Þrjóska?
Það er ljóst að dagsform mannskepnunnar getur verið ansi misjafnt.
Það var hálfgerð nótt yfir bænum þegar ég vaknaði um fimmleitið í gær. Rök dalalæða lá yfir og enginn var á ferli nema geðvondir fuglar og ég. Eins ósofin og ég nú var þá spratt ég á fætur svona snemma og var hin geðbesta þar sem ég dundaði mér eitthvað heima áður en ég hélt af stað hjólandi inn á Ísafjörð. Mér fannst ferðin nokkuð léttari en hefur verið og lét hugann bara reika á meðan ég sigldi eftir Hlíðinni, í gegnum þokuna.
Dagurinn í dag var aðeins á annan máta. Ég svaf lítið og illa. Draumfarir mínar voru síður en svo róandi og ég vaknaði í sífellu við einhvern ósóma í kollinum á mér. Ég ætlaði aldrei að hafa mig fram úr og þegar það hafðist leið mér ekkert vel. Mig verkjaði í skrokkinn og skapið var vægast sagt ömurlegt. Ég hefði kannski átt að skríða upp í rúm og fá mér tveggja tíma kríu áður en ég færi í vinnunna... - en mig langaði í kílómetrana fyrir Hlíðina.
Þegar ég dró öskuillan og sárann bakhluta minn út og skellti mér upp á hjólið sendi hann vanþóknunarbylgjur upp í mjóbak og mér var strax ljóst að það tæki mig tíma að bíta úr nálinni með þetta. Rassinn var fúll, og þegar hann er fúll fær hann ótrúlegustu líkamsparta í lið með sér. Ég bölvaði góðan hluta leiðarinnar og hugsaði oft um að snúa við.
Svo kom ég að brekkunni í Skarfaskeri. Það er alveg með ólíkindum hvað það er hreinsandi fyrir geðið að láta sig renna niður þessa brekku; augun fyllast af tárum vegna þess að vaxandi morgungolan lendir margföld í andlitinu á meðan maður missir alla stjórn í fáein andartök.
Eftir þetta var ég ekkert sérstaklega geðvond og leiðin ekkert svo agalega erfið, allavega ekki eins erfið og hún var framan af. Hitt er svo annað mál að nú stend ég ekki teinrétt, frekar í vinkil. En kílómetrana á ég svo hver veit nema ég hjóli aftur á morgun. Ég er allavega komin upp fyrir hundraðið og ætla því að hækka markmiðið upp í allavega 150 km.
Sjáum hvernig fer....
Um bloggið
Mæja McFabulous
Tenglar
Dásemdar fólk
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert svoooo dugleg !!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Vá hvað ég er stolt af þér !
Bara verð að fylgja fordæminu þínu og ætla að hjóla á mánudag..skal..!!
Vala Dögg 16.5.2008 kl. 21:32
hehehe....frábært framtak og afar skemmtilegt
keep up the good work
Katrín, 16.5.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.