- Þögn -

Ég hef verið ansi þögul upp á síðkastið, af hverju veit ég þó ekki. Ástæðan er sennilega ekki sérstök, svo sannarlega ekki merkileg. Ég veit þó að við erum alveg örugglega ekki nógu mörg sem þegjum þessa dagana.

Ég geri mér fulla grein fyrir að óvissa og örvænting eru víða ríkjandi núna og vissulega er útskýringa þörf, og lausna ekki síður. Mikið eru eyrun mín þó tekin að þreytast á öllu kvakinu sem berst úr öllum áttum. Ég nenni varla að opna fyrir miðla því ég hef ekki orku í að meðtaka allt þetta upplýsingaflæði sem breytist á nokkurra sekúndna fresti og var oft ekki einu sinni nálægt sannleikanum til að byrja með. Á meðan ég ákveð að láta öðrum, mér fróðari og viljugri, það að fjalla um allt sem efst er á baugi þá dreymir mig um þögnina.

Honum Winston Churchill varð einhverju sinni á orði setning sem staldrað hefur við hjá mér frá því ég sá hana fyrst hafða eftir honum á prenti "when the eagles are silent the parrots begin to jabber". Mikið vildi ég að það væri okkur eins létt að greina á milli og það er í dýraríkinu. 

Þegar ég ákvað að slá þessari tilvitnun inn í google, til þess að fullvissa mig um að ég færi ekki rangt með hana, þar sem ég er sannarlega ekki ein af Örnum nútímans og þarf oft aðstoð til þess að vita mínu viti, rakst ég á aðra góða sem ég hafði heyrt frá örðum Breta.  Það var sagnfræðingur að nafni Thomas Carlyle sem sagði "Silence is the element in which great things fashion themselves".  Ég er ekki frá því að þetta sé eitt af því sem ég get vel trúað. Í hið minnsta hef ég ekki nokkra trú á því að neitt stórkostlegt geti gerst á meðan við erum öll gjammandi hvert ofan í annað.

Ég er þreytt á efnahagsumræðunni, ekki vegna þess að ég vilji hundsa hana þar sem hún er svekkjandi, skella í gír afneitunar og óska mér allra vandræða á brott. Ég er þreytt á að vita ekki hvern ég á að hlusta á, þreytt á að skilja ekki það sem mér er sagt, þreytt á mótsögnum, rökleysu, múgæsingslegum frammíköllum og endalausum afsökunum og ásökunum.

Mig langar bara að trúa einhverjum, en í ljósi þess að ég mun sennilega ekki trúa fyrr en einhver þegir og hugsar, þá trúi ég sennilega engum í bráð. Gjammandi hrægammar umlykja mig, með jafnt fagurgala sem fúkyrðum. "Ég sagði þér það, ég sagði þér það" segja þeir hver í kapp við annan og allt sem gerist í mínum kolli er að ég óska mér að þeir hreinlega haldi kjafti - kannski er ég bara algjör kjáni - en mig langar að þeir haldi, í smá stund, kjafti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er líka búin að vera þögul..ætli það sé ekki líka bara árstíminn.

En ég er komin með ofnæmi fyrir þessari múgæsingu !!

Vala Dögg 6.10.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mæja McFabulous

Höfundur

Mæja Bet Jakobsdóttir
Mæja Bet Jakobsdóttir

Ég er bara krakkakjáni í fullorðins líkama.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • martinhearty
  • martinhearty
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • 800px-Trollstigen Norway 2006
  • Myndir 089

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 19603

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband